Ljósatendrun á Ísafirði og Suðureyri

Á helginni verða ljósin kveikt á jólatrjánum á Ísafirði og Suðureyri. Dagskrá laugardagsins hefst með torgsölu Tónlistarskóla Ísafjarðar á Silfurtorgi klukkan 15.30 og seldar verða lummur og kakó á staðnum. Lúðrasveit skólans blæs svo inn aðventuna áður en kveikt verður á trénu. Því næst tökum við nokkur jólalög í þeirri von að synir Leppalúða og Grýlu heyri í okkur og kíki í heimsókn.

Klukkan 16 á sunnudag verða ljósin kveikt á Suðureyri. Eftir tendrun taka nokkrir söngvissir Súgfirðingar lagið og kvenfélagið Ársól selur kakó og smákökur, en ilmurinn og söngurinn eru vísir til að draga að sér gesti úr fjöllunum.