Lengd opnun í Sundhöllinni á föstudag

Vegna hlaupahátíðar sem haldin verður á svæðinu á helginni verður lengdur opnunartími í Sundhöll Ísafjarðar og verður opið til klukkan 23.30 föstudagskvöldið 13. júlí. Þá má minna á það að á frídegi verslunarmanna, eins og á flestum öðrum rauðum dögum, verður sunnudagsopnun í laugum sveitarfélagsins.