Lagning nýrrar hitaveitulagnar fyrir ofan Suðureyri

Orkubú Vestfjarða ohf. fyrirhugar lagningu nýrrar hitaveitulagnar frá hitaveitutanki ofan við byggðina á Suðureyri, út eftir hlíðinni og að fiskþurrkunarfyrirtækinu Klofningi. 

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta komið athugasemdum vegna framkvæmdarinnar á framfæri við umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar í gegnum netfangið bygg@isafjordur.is eða með því að skila þeim inn skriflega á skrifstofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði. Frestur til athugasemda er til og með 4. febrúar 2022.

Kynningargögn:

Hitaveitulögn Suðureyri – Yfirlitsmynd
Hitaveitulögn Suðureyri – kennisnið