Kallað eftir athugasemdum við tillögu að starfsleyfi vegna sjókvíaeldis

Mynd: Umhverfisstofnun
Mynd: Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun kallar eftir athugasemdum við tillögu að starfsleyfi vegna sjókvíaeldis Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði.

Um er að ræða sjókvíaeldi í Dýrafirði þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 10.000 tonn. Arctic Sea Farm hf. hefur verið með leyf fyrir 4.200 tonnum í Dýrafirði og er því verið að auka eldið um 5.800 tonn.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is). Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. febrúar 2021.

Tillaga ásamt fylgigögnum