Ítarleg snjóhreinsun í fyrramálið

Í fyrramálið, miðvikudag, verður ráðist í nokkuð ítarlega snjóhreinsun í íbúðargötum á Ísafirði. Byrjað verður á Hjallavegi, Hlíðarvegi og Urðarvegi milli hálf átta og átta og því næst farið á Engjaveg og Stakkanes. Á sama tíma verður annar gröfuhópur að störfum í hinum þröngu íbúðargötum neðri bæjar og ef tími gefst til verða götur á miðri Eyrinni hreinsaðar.

Yfirleitt hvetur Ísafjarðarbær íbúa til að ganga til vinnu á morgnana, en í fyrramálið biðjum við fólk að færa bíla sína úr ofangreindum götum eins og kostur er og geyma þá á svæðum sem hafa verið hreinsuð.