Íslandsmót ÍF í boccia á Ísafirði

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia 2019 verður haldið á Ísafirði 5.-6. október. Öllum er frjálst að fylgjast með keppninni og eru íbúar hvattir til að mæta og hvetja keppendur áfram.

Á sama tíma er vert að minna verslunareigendur og aðra þjónustuaðila í sveitarfélaginu á að huga að aðgengismálum og finna varanlega lausn ef hún er ekki þegar til staðar.