Ísafjörður: Truflanir á vatni í Tungulögn á mánudaginn

Enn er unnið að því að koma Tungulögninni í Skutulsfirði í lag.
Klukkan 10 mánudaginn 21. nóvember verður tengt inn á Tungulögnina úr annarri leiðslu til að ná upp krafti.
Gera má ráð fyrir að truflanir verði á vatninu á Seljalandsvegi 78 og uppúr, Stakkanesi 1-3, Grænagarði og Skógarbraut 3 og 3a allan daginn og gæti orðið vatsnlaust um tíma. Mögulega varir ástandið fram á þriðjudag, eftir því hvernig gengur.