Ísafjörður: Lokað fyrir vatn á Tungulögninni 22. nóvember

Lekinn á Tungulögninni í botni Skutulsfjarðar virðist vera fundinn og til að gera við hann þarf að loka fyrir vatnið kl. 13 í dag, þriðjudaginn 22. nóvember, á Seljalandsvegi 78 og uppúr, Stakkanesi 1-3, Grænagarði og Skógarbraut 3 og 3a.

Viðbúið er að vatnslaust verði fram eftir degi á meðan vinna stendur yfir.