Ísafjörður: Jónsgarði lokað tímabundið

Jónsgarði á Ísafirði hefur verið lokað tímabundið og eru íbúar beðnir um að ganga ekki um garðinn. Í óveðrinu í lok september fóru einhver tré í garðinum illa og vinna þarf að hreinsun og grisjun áður en hann verður aftur opnaður.