Ísafjarðarbær hlýtur tvo styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Ísafjarðarbær hlaut tvo styrki upp á samtals 5.496.800 kr. við úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2022. Báðir styrkirnir eru vegna verkefna í Önundarfirði, annars vegar styrkur að fjárhæð kr. 4.288.000 fyrir hönnun, gerð verkteikninga og kostnaðaráætlunar á byggingu útsýnispalla á sjóvarnargarði vestan við sundlaugina á Flateyri og annan minni sunnarlega á sjóvarnargarðinum, ásamt því að gera fjöruna aðgengilega með stigum/tröppum í tengslum við útsýnispallana. hins vegar styrkur að fjárhæð kr. 1.208.800, vegna verkefnis við að laga, stika og setja skilti við upphaf gönguleiðar, 300 metra leið niður að Klofningi utan Flateyrar.

Mótframlag styrkþega er 20% af styrkfjárhæð og getur það verið í formi útgjalda og rekstra-, vinnu- eða launakostnaðar, sem hluti verkefnisins.

Bæði verkefnin eru í umsjón Hjörleifs Finnssonar, verkefnastjóra á Flateyri.