Hundahreinsun á þriðjudag og miðvikudag

Árleg hundahreinsun verður í áhaldahúsinu á Ísafirði á þriðjudag og miðvikudag, 4. og 5. desember, milli klukkan 16 og 18. Engrar tímapöntunar er þörf, eigendur mæta bara með hunda sína og fá þá hreinsaða. Hundahreinsun er innifalin í leyfisgjaldi til Ísafjarðarbæjar og er skorað þá sem eiga eftir að ganga frá skráningu að gera það hið fyrsta.
Þeir hundaeigendur sem gáfu upp GSM-númer þegar þeir skráðu hunda sýna ættu að fá SMS um hreinsunina í dag.