Hundaeigendur athugið

Árleg hundahreinsun fór fram í áhaldahúsinu á Ísafirði 4. og 5. nóvember. Ísafjarðarbær hvetur hundaeigendur sem ekki komu í hreinsun í áhaldahúsi að fara með hunda sína sem fyrst í hreinsun hjá dýralækni.