Hitaveituvatn tekið af Suðureyrarlaug

Hitaveituvatn hefur verið tekið af Suðureyrarlaug vegna vandræða við borholu í Súgandafirði og verður laugin því lokuð í dag og á morgun, miðvikudag og fimmtudag. Laugin er ekki opin á föstudögum að vetri, en samkvæmt nýjustu upplýsingum verður hún opin á komandi helgi.