Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða: Starfsleyfishafar

Vakin er athygli á eftirfarandi varðandi útgefin starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða:

Starfsleyfishafar skulu tilkynna heilbrigðiseftirliti ef eigendaskipti verða á leyfinu eða breytingar á rekstri. Fyrirtæki sem er með virkt starfsleyfi er á innheimtulista þar til tilkynning berst heilbrigðiseftirliti um breytingar eða að fyrirtækið sé hætt starfsemi. Allar tilkynningar skulu sendar á eftirlit@hevf.is

Fyrirtæki eru heimsótt árlega, annað hvert ár eða fjórða hvert ár en eftirlitsgjöldum er deilt niður í árlegt eftirlitsgjald. Innheimtur eftirlitsgjalda eru á vegum sveitarfélaga á svæðinu.