Hátíðarhöld 16. og 17. júní

Það er ekki hægt að segja að hátíðarhöld í Ísafjarðarbæ á þjóðhátíðardaginn verði sérstaklega hefðbundin að þessu sinni, þó vissulega séu klassísk atriði á dagskránni. Á Hrafnseyri verða hátíðarhöldin þann 16. júní, en fyrir utan þá frekar stóru breytingu eru þau frekar hefðbundin. Á Ísafirði verður haldið upp á daginn þann 17. júní, en talsverðar breytingar verða á fyrirkomulaginu. Dagskrá hefst á hátíðarræðu, hátíðarkór og lestri fjallkonunnar, en því næst verður gengið fylgdu liði undir mörsum Lúðrasveitar TÍ með lögreglu og skáta í broddi fylkingar niður í Neðstakaupstað þar sem skemmtidagskrá fer fram. Kómedíuleikhúsið sýnir Gísla Súrsson, hoppikastalar, andlitsmálun, hestar og nammiregn verða þar í boði ásamt sölutjöldum körfuknattleiksdeildar Vestra.

Það eina sem ekki breytist að þessu sinni er víðavangshlaup Stefnis á Suðureyri og bingó kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal.

Vonandi tekur fólk vel í þessar breytingar þar sem reynt er að hrista upp í fyrirkomulaginu án þess þó að hreyfa við því allra heilagasta.