Götusópurinn kominn af stað

Vorboðinn ljúfi, götusópur áhaldahússins, er nú byrjaður að sópa fyrir gestakomur í næstu viku. Það tók smá stund að koma honum af stað, en setja þurfti upp bakkmyndavél og smávægileg bilun í rafmagnskerfi var vandfundin en fannst þó að lokum.
Nú er sópurinn að þrífa miðbæ Ísafjarðar, en á þessari stundu er ekki víst hvert hann fer næst.