Gámur fyrir flugeldarusl í Funa

Sérstakur gámur hefur verið settur upp fyrir flugeldarusl á móttökustöðinni Funa í Engidal. Mikilvægt er að koma leifum af flugeldum í ruslið áður en þær brotna niður og verða að drullu. Íbúar eru því hvattir til að nýta sér gáminn sem fyrst. Þó svo að margir flugeldar séu að miklu leyti úr pappa eru ýmis önnur efni í umbúðunum sem gera það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu.

Opið er í Funa alla virka daga kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum kl. 12-16.