Fyrirlestur á fullveldisdaginn

Sagnfræðingarnir Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir munu fjalla um aðdraganda fullveldis í ljósi þeirra atburða sem urðu hér á landi sama ár sem og þess sem var að gerast í heiminum. Fyrirlesturinn verður í sal Listasafnsins á 2. hæð hússins laugardaginn 1. desember og hefst kl. 13. „Árið 1918 er ár gleði og sorgar, jafnt á Íslandi sem um heiminn allan. Íslendingar fögnuðu fullveldi í skugga sorgar og hamfara og í heiminum fögnuðu menn lokum heimsstyrjaldar sem felldi keisaradæmi og skóp ný ríki“, segir í tilkynningu frá Safnahúsinu.