Flateyri: Íbúafundur 7. desember

Ísafjarðarbær boðar til íbúafundar fyrir Flateyringa til að kynna og ræða stöðu þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í kjölfar snjóflóðanna í janúar 2020.

Fundurinn verður haldinn þann 7. desember kl. 17:00 og fer fram á Zoom: https://us02web.zoom.us/j/89518524156 

Dagskrá:

  1. Veðurstofa Íslands: Kynning á bráðabirgðahættumati og samsvarandi rýmingaráætlun fyrir Flateyri
  2. Lögreglan á Vestfjörðum/Björgunarsveit: Viðbrögð við snjóflóðum og hættuaástandi kynnt
  3. Ofanflóðasjóður: Farið yfir aðgerðir í snjóflóðavörnum á Flateyri
  4. Vegagerðin: Farið yfir aðgerðir í snjóflóðavörnum og vöktun á Flateyrarvegi
  5. Opnað fyrir umræðu og spurningar

Fundarstjóri verður Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Allir íbúar Flateyrar eru hvattir til að mæta.