Fasteignagjöld 2025

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2025 hafa verið birtir í þjónustugátt Ísafjarðarbæjar og greiðsluseðlar sendir út. Seðlarnir munu einnig birtast á www.island.is á næstu dögum. Sundurliðun fasteignagjalda er eingöngu aðgengileg á álagningarseðli en ekki á greiðsluseðli.
Hægt er að fá aðstoð eða gera athugasemdir við innheimtu með því að senda tölvupóst á innheimta@isafjordur.is eða hringja í síma 450 8000.
Kærufrestur á álagningu er til 28. febrúar 2025.
Frekari upplýsingar um álagningu fasteignagjalda og greiðslufyrirkomulag má finna í samantekt um fasteignagjöld.
Fasteignagjöld eru innheimt mánaðarlega, fyrir utan fasteignagjöld sem eru 49.000 kr. eða lægri, þau eru innheimt með einum gjalddaga, 15. apríl.
Nánari upplýsingar og aðstoð við að:
- fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum
- fá senda álagningarseðla
- senda inn erindi vegna fasteignagjalda
má fá með því að senda fyrirspurn á fasteignagjold@isafjordur.is eða í síma 450 8000.
Fasteignamat er framkvæmt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hækkaði um 12,7% í Ísafjarðarbæ frá árinu 2024. Ef fasteignamat íbúðarhúsnæðis er skoðað eftir byggðakjörnum þá hækkaði fasteignamatið mest í sérbýli í Hnífsdal, eða um 29,2%.
Matssvæði íbúðarhúsnæðis |
% breyting fyrir sérbýli |
% breyting fyrir fjölbýli |
---|---|---|
Ísafjörður: Eldri byggð |
6,5% |
16,3% |
Ísafjörður: Nýrri byggð |
6,4% |
7,5% |
Hnífsdalur |
29,2% |
14,4% |
Suðureyri |
19,4% |
8,0% |
Flateyri |
18,2% |
27,0% |
Þingeyri |
17,4% |
18,7% |
Hornstrandir |
0,0% |
0,0% |
Fasteignagjöld sveitarfélagsins eru lögð árlega á flestar fasteignir í sveitarfélaginu sem metnar eru fasteignamati samkvæmt fasteignaskrá. Hlutfall fasteignaskatts lækkar á íbúðarhúsnæði árið 2025 og verður 0,50% af hús- og lóðarmati. Hlutfall fasteignaskatts af öðrum fasteignum verður áfram 1,65% af hús- og lóðarmati. Heildarhækkun tekna vegna fasteignagjalda árið 2025 er 6,67% miðað við tekjur ársins 2024. Fasteignagjöld 2025 eru áætluð 1.034 m.kr.