Fasteignagjöld 2021

Búið er að birta álagningarseðla fasteignagjalda 2021 á www.island.is og hafa greiðsluseðlar verið sendir út í netbanka. Yfirlit reikninga má einnig finna í bæjardyrum rafræns Ísafjarðarbæjar.

Allar upplýsingar um álagningu fasteignagjalda og greiðslufyrirkomulag má finna í samantekt um fasteignagjöld

Nánari upplýsingar og aðstoð við að

  • skrá sig í boðgreiðslu fasteignagjalda
  • óska eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum
  • óska eftir að fá senda álagningarseðla
  • senda inn erindi vegna fasteignagjalda

má fá með því að senda fyrirspurn á innheimta@isafjordur.is eða í síma 450 8000.

Umsóknir um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega fara í gegnum velferðarsvið en hægt er að sækja um rafrænt á minarsidur.isafjordur.is eða með því að fylla út og skila inn eyðublaði: Umsókn um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.

Fasteignamat er gefið út árlega af Þjóðskrá Íslands og hækkaði um 11,7% frá árinu 2020. Ef fasteignamat íbúðarhúsnæðis er skoðað eftir byggðakjörnum þá hækkaði fasteignamatið mest í eldri byggð á Ísafirði, eða 20%.

Matssvæði
Íbúðarhúsnæðis

% breyting fyrir sérbýli

% breyting fyrir fjölbýli

Ísafjörður: Eldri byggð

20,0%

20,0%

Ísafjörður: Nýrri byggð

12,0%

20,0%

Hnífsdalur

7,1%

3,0%

Suðureyri

4,4%

1,4%

Flateyri

5,0%

2,0%

Þingeyri

4,3%

2,1%

Hornstrandir

0,0%

0,0%

Fasteignagjöld sveitarfélagsins eru lögð árlega á flestar fasteignir í sveitarfélaginu sem metnar eru fasteignamati samkvæmt fasteignaskrá. Á árinu 2021 nema fasteignagjöld 706 m.kr. og hækka samanlagt um 6,8% milli ára.

Fasteignaskattur er einn liður fasteignagjalda og er jafnframt þriðji stærsti tekjustofn sveitarfélagsins. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði var lækkaður á árinu 2021 úr 0,625% í 0,56% og er þannig komið til móts við þá hækkun sem annars hefði orðið vegna hækkunar fasteignamats.

Fasteignaskattur á árinu 2021 hækkar um 3,18% frá fyrra ári eða úr 363 m.kr í 374 m.kr. Lóðarleiga hækkar samanlagt um 9% á meðan holræsagjöld hækka um 11,5%, sorpgjöld hækka um 15,5% og vatnsgjöld hækka um 9,33%. Skatthlutfall vatnsgjalds á íbúðarhúsnæði lækkaði á árinu 2020 úr 0,205% í 0,1% og skatthlutfall holræsagjalds á íbúðarhúsnæði lækkaði úr 0,25% í 0,2%.

Kærufrestur er til 28. febrúar 2021.