Dagný Sif L. Snæbjarnardóttir ráðin deildarstjóri í barnavernd

Dagný Sif L. Snæbjarnardóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri í barnavernd á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar og hefur þegar hafið störf sem slíkur.

Dagný lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 2007, B.A. prófi í félagsráðgjöf árið 2014 við HÍ og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu við sama skóla 2018.

Undanfarin ár hefur Dagný starfað sem ráðgjafi í barnavernd á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar eða frá 2019. Árin 2016 til 2018 starfaði hún jafnframt sem ráðgjafi í félagsþjónustu á sama sviði. Þar áður starfaði hún m.a. sem stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum á Ísafirði og sem rekstrarfulltrúi hjá Þjóðskrá Íslands.

Við bjóðum Dagnýju hjartanlega velkomna til starfa.