COVID-19: Tilkynning frá skóla- og tómstundasviði 5. október

Í ljósi herts samkomubanns er mikilvægt að skerpa enn frekar á sóttvörnum í stofnunum Ísafjarðarbæjar.

Leik- og grunnskólar ásamt dægradvöl

  • Stöðugt er minnt á eins metra regluna.
  • Reglulega er minnt á persónulegar sóttvarnir og aukin þrif
  • Allir fullorðnir sem í skólana koma þurfa á láta vita af sér. Þeir skuli spritta hendur við komu og nota grímur verði ekki hægt að virða fjarlægðartakmarkanir.
  • Foreldrar leikskólabarna komi eingöngu í forstofur og virði tíma sem gefinn er við komu og lok dags þar sem við á.
  • Mikilvægt er að fara ekki á milli stofnana sé þess kostur á meðan harðari takmarkanir eru í gildi.

Sund og líkamsrækt

  • Líkamsrækt er lokuð.
  • Aukin þrif á sameiginlegum snertiflötum sundlauga.
  • Gestir skulu virða og fara eftir þeim fyrirmælum sem sundlaugar gefa er varða fjöldatakmarkanir og leiðbeiningar varðandi fjarlægðarmörk.
  • Börn fædd árið 2005 og síðar eru ekki talin með gestafjölda.