COVID-19: Lokun á móttökum skrifstofa í Stjórnsýsluhúsi

Vegna herts samkomubanns hefur móttökum velferðarsviðs, tæknideildar og bæjarskrifstofu í Stjórnsýsluhúsinu verið lokað og mun sú lokun vera í gildi þar til banninu verður létt.

Algjör lágmarksmönnun er í húsinu og flest starfsfólk vinnur nú að heiman og sinnir áfram þjónustu við bæjarbúa í gegnum síma, 450 8000, og tölvupóst. Hægt er að fletta upp netföngum starfsfólks í starfsmannalista hér á síðunni.

Erindi til launadeildar má senda á laun@isafjordur.is.

Erindi til bókara má senda á bokhald@isafjordur.is.

Erindi til gjaldkera má senda á gjaldkeri@isafjordur.is.

Erindi til innheimtu má senda á innheimta@isafjordur.is.

Reikningar eiga, sem fyrr, að berast í gegnum rafræna skeytamiðlara eða með frumriti á pappír. 

Nánar um afhendingarmáta reikninga