Byggingateikningar nú aðgengilegar í kortasjá

Nú er hægt að skoða uppdrætti af nær öllum byggingum í Ísafjarðarbæ í kortasjá sveitarfélagsins. Til að skoða teikningar er hakað við „Teikningar af byggingum“ í valmyndinni hægra megin og þá er hægt að velja byggingu á kortinu.