Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis við Mjólkárvirkjun

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. júní s.l. umsókn Orkubús Vestfjarða ohf. dags. 7. júní 2019 um að framkvæmdaleyfi verði gefið út, vegna miðlunar og veita í Hófsárveitu efri, gerðar verði tvær stíflur, sett tvö yfirföll og tveir botnlokar auk þriggja veituskurða. Kattarvatni verður veitt í Tangavatn með veituskurði.

Framkvæmdaleyfið er veitt á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og í  samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012. Framkvæmdaleyfisgjald að fjárhæð kr. 81.613,- hefur verið greitt.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 27. september 2017 er sú að fyrirhuguð stækkun Mjólkárvirkjunar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því óháð mati á umhverfisáhrifum.

Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Fylgiskjöl og greinargerðir má nálgast hér:

 

Leyfi frá Fiskistofu.

Leyfi frá Hafrannsóknarstofnun.

Skipulagsstofnun - breytingar á skipulagi.

________________________

Brynjar Þór Jónasson

- sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs -