Auglýsing um stöðuleyfi gáma og annarra lausafjármuna í Ísafjarðarbæ

Ísafjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um stöðuleyfi fyrir gáma, báta og aðra lausafjármuni samanber 2.6. kafla um stöðuleyfi í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Sækja þarf um stöðuleyfi til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem eru sérstaklega skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna, þar með talið á lóðum.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 8. júní 2022.

Ísafjarðarbær innheimtir gjöld vegna útgáfu stöðuleyfa með tilvísun til 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Umsóknir berist í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.

Athugið að stöðuleyfi eru aðeins veitt til eins árs í senn og umsækjendur geta ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Umsækjendur eru því hvattir til að leita varanlegra lausna.

Athygli er vakin því að berist ekki umsókn um stöðuleyfi fyrir leyfisskyldum lausafjármunum skal byggingarfulltrúi krefja eiganda um að fjarlægja þá innan eðlilegs frests, þó aldrei lengi en eins mánaðar. Ella er munirnir fjarlægðir á kostnað eiganda.

Nánari upplýsingar má nálgast á skipulag@isafjordur.is