Auglýsing um stöðuleyfi gáma og annarra lausafjármuna í Ísafjarðarbæ

Ísafjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um stöðuleyfi fyrir gáma, báta og aðra lausafjármuni samanber 2.6. kafla um stöðuleyfi í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Sækja þarf um stöðuleyfi til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem eru sérstaklega skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna, þar með talið á lóðum.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 15. október 2019.

Ísafjarðarbær innheimtir gjöld vegna útgáfu stöðuleyfa með tilvísun til 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 sem hér segir:

Stöðuleyfi hjólhýsa, báta o.þ.h. kr. pr. ár:  23.642 kr.
Stöðuleyfi gáma kr. pr. ár: 43.091 kr.

Gjaldskrá gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda í Ísafjarðarbæ gildir frá 1. janúar 2019.

Grunntaxti gjaldskrár miðast við vísitölu byggingarkostnaðar í október 2018 140,2 stig.

Nánari upplýsingar er að finna hér.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér en einnig á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Athugið að stöðuleyfi eru aðeins veitt til eins árs í senn og fyrirtæki geta ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Umsækjendur eru því hvattir til að leita varanlegra lausna.

 

Virðingarfyllst,

_______________________________

Axel Rodriguez Överby

- skipulags- og byggingarfulltrúi -