Auglýsing um deiliskipulagstillögu í Ísafjarðarbæ: Breiðadalsvirkjun II í Önundarfirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi smávirkjunar neðan Breiðadalsvirkjunar í Breiðadal skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir svæði undir smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar í landi Veðrarár II, Breiðadal, Önundarfirði. Áform eru að nýta það vatn sem fellur frá stöðvarhúsi núverandi virkjunar ásamt vatni úr Breiðardalsá og þverlæk sem heitir Þverá. Með þessu móti er verið að nýta betur þá aðstöðu sem áður hefur verið sett upp og styrkja enn betur raforkuöryggi á svæðinu. Um er að ræða allt að 200kW smávirkjun án uppistöðulóns.

Deiliskipulagstillaga

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 4. apríl 2022 að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á skipulag@isafjordur.is.