Átaksverkefni um sumarstörf fyrir námsmenn

Auglýst hafa verið 25 sumarstörf hjá Ísafjarðarbæ fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun og eru m.a. á skrifstofum sveitarfélagsins, skapandi sumarstörf, sumarstarfsfólk á leikskóla, við Byggðasafnið í Neðsta, vinna við umsjón íþróttavalla og vinna við fegrun og snyrtingu umhverfis.

Störfin eru eingöngu ætluð námsmönnum búsettum í sveitarfélaginu, 18 ára og eldri, sem eru milli anna í námi. 

Auglýsing um störf