Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2021

Út er komin ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi slökkviliðsins á liðnu ári, en þar kemur meðal annars fram að útköll slökkviliðsins á árinu 2021 voru 24. Enginn stórbruni var á starfssvæði slökkviliðsins á árinu.

Fjöldi útkalla eftir flokkum:

  • F-1 hæsti forgangur: 3
  • F-2 forgangur: 10
  • F-3 útkall án forgangs: 11

Önnur verkefni voru m.a. vatnslekar, hreinsun á olíu eftir umferðaslys, óveður og gróðureldar.

Slökkviliðið sinnir einnig sjúkraflutningum og voru útköll sjúkrabíls samtals 420 á árinu 2021.

  • F-1 útkall í hæsta forgangi: 55
  • F-2 útkall á forgangi: 78
  • F-3/F-4 almennir sjúkraflutningar: 287

Fastráðnir starfsmenn slökkviliðsins eru fjórir og sinna þeir öllum störfum sem inn á borð kemur til slökkviliðs, s.s. sjúkraflutningum, eldvarnareftirliti, slökkvitækjaþjónustu auk þess að skipuleggja æfingar og endurmenntun fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn. Slökkviliðsmenn í slökkviliðinu eru samtals 54; 24 slökkviliðsmenn eru á Ísafirði og tíu slökkviliðsmenn á útstöðvum á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Þá eru vettvangsliðar í Súðavík og á Suðureyri og Flateyri. Starfsstöðvar sjúkraflutninga eru tvær; á Ísafirði og á Þingeyri.

Í lokaorðum slökkviliðsstjóra, Sigurðar A. Jónssonar kemur fram að mikil tækifæri eru fyrir frekari uppbyggingu á enn öflugra slökkviliði með samningum og/eða sameiningu við önnur slökkvilið á svæðinu. Stórar og dýrar fjárfestingar eru öllum slökkviliðum og þar með bæjarsjóðum erfiðar en með samlegðaráhrifum sem liggja fyrir verður betra að takast á við frekari innkaup.

Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2021