Afsláttur í stað súperpassa

Mynd: dalirnir.is
Mynd: dalirnir.is

Við áramót tóku gildi uppfærðar gjaldskrár Ísafjarðarbæjar. Meðal breytinga er að svo kallaðir súperpassar, sem innifólu árskort í sund og/eða líkamsrækt og vetrarkort á skíði á lægra verði, eru dottnir út. Í staðinn fá árskorthafar í sundlaugum Ísafjarðarbæjar 50% afslátt af vetrakorti á skíði og af árskorti í líkamsrækt. Hægt er að kaupa öll kortin bæði í sundlaugum og á skíðasvæðinu.