Act alone hefst í dag - ókeypis listahátíð á Suðureyri

Act alone, einleikjahátíðin hefst í dag í sjávar- og einleikjaþorpinu Suðureyri og stendur yfir alla helgina. Ókeypis verður inn á hátíðina, alls 33 viðburði á 3 dögum. Eitthvað fyrir alla konur, karla og ekki síst krakkalakka. Því laugardagurinn verður undirlagður veglegri dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Langferðabifreið Actsins fer daglega millum höfuðstaðar Vestfjarða, Ísafjarðar, og yfir fjörðu og í einleikjaþorpið Suðureyri og er jafnframt frítt í rútuna. Við hvetjum ykkur til að mæta en dagskrá og áætlun sætaferða má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net