481. fundur bæjarstjórnar

481. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 14. október 2021 og hefst kl. 17.00.

Beina hljóðútsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá

Almenn mál

1. Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080
Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn heimili að skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar landfyllingar og tilfærslu á sjóvörn í Skutulsfirði verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010

2. Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044
Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp orlofsbyggð og standa að skipulagsbreytingum á aðal- og deiliskipulagsstigi við reit I9.

3. Hlíðarvegur 4, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021090040
Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðaleigusamning að Hlíðarvegi 4, Suðureyri.

4. Hlíðarvegur 2, Ísafirði -Sóltún. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2021090043
Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðaleigusamning að Hlíðarvegi 2, Ísafirði.

5. Hafnarstræti 21_Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2021090102
Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn samþykki að Sæverk ehf. fái lóðina við Hafnarstræti 21, Þingeyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Tilfærsla á lögn innan lóðar er á ábyrgð framkvæmdaraðila.

6. Málefni eldri borgara - 2021090076
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. 

Fundargerðir til kynningar

7. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 187 - 2108010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 187. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 5. október 2021.
Fundargerðin er í einum lið.

8. Bæjarráð - 1169 - 2109022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1169. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 27. september 2021.
Fundargerðin er í þrettán liðum.

9. Bæjarráð - 1170 - 2110001F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1170. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 4. október 2021.
Fundargerðin er í 17 liðum.

10. Bæjarráð - 1171 - 2110007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1171. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. október 2021.
Fundargerðin er í átta liðum.

11. Fræðslunefnd - 432 - 2109015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 432. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 23. september 2021.
Fundargerðin er í sex liðum.

12. Íþrótta- og tómstundanefnd - 226 - 2109010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 226. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 21. september 2021.
Fundargerðin er í fimm liðum.

13. Menningarmálanefnd - 160 - 2109016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 160. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 22. september 2021.
Fundargerðin er í fimm liðum.

14. Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 - 2109005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 36. fundar sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 23. september 2021.
Fundargerðin er í sjö liðum.

15. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 567 - 2109012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 567. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. september 2021.
Fundargerðin er í tólf liðum.

16. Starfshópur vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 3 - 2109019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar starfshóps vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, en fundur var haldinn 21. september 2021.
Fundargerðin er í einum lið.