475. fundur bæjarstjórnar

475. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á 2. hæð Stjórnsýsluhússins þann 6. maí 2021 og hefst kl. 17.00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá

Almenn mál

1. Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Elísabet Samúelsdóttir verði kosin formaður fræðslunefndar, í stað Hafdísar Gunnarsdóttur.
Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Sif Huld Albertsdóttir verði kosin formaður íþrótta- og tómstundanefndar, í stað Elísabetar Samúelsdóttir. Þá verði Elísabet kosinn varaformaður í stað Sifjar Huldar.
Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Bjarni Pétur Jónasson verði kosinn fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Kristjáns Þórs Kristjánssonar, fulltrúa B-lista Framsóknarflokks.
Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Egill Ólafsson verði kosinn varafulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í hafnarstjórn, í stað Jóhanns Bærings Pálmasonar.

2. Gjaldskrár 2021 - leiðrétting innfærslu - 2020050033
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki leiðréttingu á birtri gjaldskrá vatnsveitu vegna mistaka við innfærslu álagningarstofns.
Mistök við útgáfu birtrar gjaldskrár vegna vatnsgjalds, sem birt er í Stjórnartíðinum. Birta þarf leiðréttingu á 2. gr. gjaldskrárinnar, á þann hátt að stofn til álagningar vatnsgjalds skuli vera 0,1% af fasteignamati, í stað 0,205%, en bæjarstjórn samþykkti á 467. fundi sínum þann 17. desember 2020, að stofninn skyldi vera 0,1%. Innheimt hefur verið 0,1%.

3. Gjaldskrár 2021 - vatnsveita stórnotendur - 2020050033
Tillaga frá 104. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 27. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki leiðréttingu á gjaldskrá vatnsveitu fyrir stórnotendur.

4. Gjaldskrár 2021 - slökkvilið - 2020050033
Tillaga frá 558. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 14. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki nýja gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.

5. Uppbygging fiskeldis og innviða á Vestfjörðum - samstarf sveitarfélaga - 2021030002
Tillaga frá 1151. fundi bæjarráðs, sem fram fór 3. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili bæjarstjóra að undirrita samfélagssáttmála sveitarfélaga á Vestfjörðum um fiskeldi.

6. Innheimtureglur Ísafjarðarbæjar - 2021040097
Tillaga frá 1151. fundi bæjarráðs, sem fram fór 3. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki Innheimtureglur Ísafjarðarbæjar.

7. Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017
Tillaga frá 1151. fundi bæjarráðs, sem fram fór 3. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki beiðni stjórnar Blábankans um að Ísafjarðarbæjar endurnýi þjónustusamning við Blábankann og fjárfesti í rekstrinum 3,75 m.kr. árlega, næstu þrjú árin eða 2022-2024.

8. Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106
Tillaga frá 558. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 14. apríl 2021, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð skv. VII kafla skipulagslaga 123/2010 vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020, vegna veglagningar Vestfjarðavegar (60) yfir Dynjandisheiði frá Dynjandisvogi að sveitarfélagsmörkum Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar.

9. Mávagarður A - Ósk um stækkun lóðar - 2019040022
Tillaga frá 558. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 14. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi Mávagarðs skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin telur að breytingar á deiliskipulaginu varði ekki hagsmuni annarra en Ísafjarðarbæjar.

Fundargerðir til kynningar

10. Bæjarráð - 1149 - 2104009F
Fundargerð 1149. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 19. apríl 2021, lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 18 liðum.

11. Bæjarráð - 1150 - 2104014F
Fundargerð 1150. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 26. apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tólf liðum.

12. Bæjarráð - 1151 - 2104019F
Fundargerð 1151. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 3. maí 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 19. liðum.

13. Fræðslunefnd - 426 - 2104006F
Fundargerð 426. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 15. apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sex liðum.

14. Fræðslunefnd - 427 - 2104015F
Fundargerð 427. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 21. apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í átta liðum.

15. Hafnarstjórn - 220 - 2104012F
Fundargerð 220. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 27. apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

16. Íþrótta- og tómstundanefnd - 222 - 2104008F
Fundargerð 222. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 21. apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í átta liðum.

17. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 558 - 2104003F
Fundargerð 558. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 14. apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í ellefu liðum.

18. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 559 - 2104016F
Fundargerð 559. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 28. apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

19. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104 - 2103016F
Fundargerð 104. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 27. apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sex liðum.