463. fundur bæjarstjórnar

463. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal á fjórðu hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, þann 15. október 2020 og hefst kl. 17:00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá:

Almenn mál

1. Skúrin, samfélagsmiðstöð, fyrirtækjahótel og frumkvöðlasetur á Flateyri - 2020060045
Tillaga frá 1123. fundi bæjarráðs, sem fram fór 28. september sl., um að bæjarstjórn samþykki aukningu á hlutafé í Hvetjanda hf. eignarhaldsfélagi um kr. 1.500.000 og felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins.

Viðauki vegna málsins var lagður fram á 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., þar sem bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 14 við fjárhagsáætlun 2020 vegna endurskoðaðrar tekjuáætlunar og framkvæmdaáætlunar 2020.

2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031
Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki viðauka 14 við fjárhagsáætlun 2020 vegna endurskoðaðrar tekjuáætlunar og framkvæmdaáætlunar 2020.

3. Bygging nýrra nemendagerða Lýðskólans - 2020090040
Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar nemendagarða við Lýðskólann á Flateyri og vinnuframlag byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar í byggingarnefnd.

4. Samningur Vegagerðarinnar við Ísafjarðarbæ vegna Dýrafjarðargangna - 2020090050
Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki samning um framlag Vegagerðarinnar til Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar vegna Dýrafjarðargangna.

5. Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri - 2019050058
Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Pálmars Kristmundssonar vegna verkefnisins Sólsetrið á Þingeyri.

6. Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020
Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki endurskoðaða Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.

Fundargerðir til staðfestingar

7. Bæjarráð - 1124 - 2010004F
Fundargerð 1124. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 5. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 22 liðum.

8. Bæjarráð - 1125 - 2010010F
Fundargerð 1125. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 12. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 17 liðum.

9. Íþrótta- og tómstundanefnd - 213 - 2010002F
Fundargerð 213. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 7. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

10. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100 - 2010007F
Fundargerð 100. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 13. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.