460. fundur bæjarstjórnar

460. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, þann 2. september 2020 og hefst kl. 17:00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá

Almenn mál

1. Bæjarstjórnarfundir 2020-2021 - 2020060061
Tillaga forseta bæjarstjórnar um dagsetningar bæjarstjórnarfunda 2020-2021, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 1. september 2020.

2. Nefndarmenn 2018-2022 - íþrótta- og tómstundanefnd - 2018050091
Tillaga bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks um að Kristján Þór Kristjánsson verði kosinn aðalmaður í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Antons Helga Guðjónssonar, sem fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.

3. Nefndarmenn 2018-2022 - velferðarnefnd - 2018050091
Tillaga bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks um að Harpa Björnsdóttir verði kosin aðalmaður í velferðarnefnd, í stað Tinnu Hlynsdóttur, sem fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.
Þá er gerð tillaga um að nýr formaður verði kosinn, Bragi Rúnar Axelsson, fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.

4. Nefndarmenn 2018-2022 - fræðslunefnd - 2018050091
Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um að bæjarstjórn kjósi Finney Rakel Árnadóttir sem varamann í fræðslunefnd, í stað Arnhildar Lilýar Karlsdóttur, sem fulltrúi Í-lista.

5. Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018
Tillaga bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um breytingar á Samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 1. september 2020.

6. Vestfjarðavegur (60) Búðavík um Meðalnes langleið að Mjólká - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2020070066
Tillaga frá 542. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 26. ágúst 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis til byggingar hluta Vestfjarðavegar (60) frá Búðavík í Dynjandisvogi að Mjólká, vegarkafla um Meðalnes, sbr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2020.

7. Olíutankurinn - Þingeyri - 2019040026
Tillaga frá 542. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 26. ágúst 2020, um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi á lóð við Sjávargötu 16, Þingeyri.

8. Líkamsrækt á Ísafirði - 2017050073
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

9. Niðurlagning starfa - 2020070058
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Fundargerðir til staðfestingar

10. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 542 - 2007013F
Fundargerð 542. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 15 liðum.

11. Bæjarráð - 1119 - 2008017F
Fundargerð 1119. fundar bæjarráðs sem haldinn var 31. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í tíu liðum.

12. Bæjarráð - 1118 - 2008011F
Fundargerð 1118. fundar bæjarráðs sem haldinn var 24. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 13 liðum.

13. Bæjarráð - 1117 - 2008006F
Fundargerð 1117. fundar bæjarráðs sem haldinn var 17. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í níu liðum.

14. Bæjarráð - 1116 - 2008003F
Fundargerð 1116. fundar bæjarráðs sem haldinn var 10. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 11 liðum.

15. Bæjarráð - 1115 - 2007011F
Fundargerð 1115. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. júlí 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í sex liðum.

16. Bæjarráð - 1114 - 2007007F
Fundargerð 1114. fundar bæjarráðs sem haldinn var 13. júlí 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 13 liðum.

17. Bæjarráð - 1113 - 2007002F
Fundargerð 1113. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. júlí 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í tíu liðum.

18. Bæjarráð - 1112 - 2006018F
Fundargerð 1112. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. júní 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 20 liðum.

19. Bæjarráð - 1111 - 2006014F
Fundargerð 1111. fundar bæjarráðs sem haldinn var 22. júní 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 12 liðum.