447. fundur bæjarstjórnar

447. fundur bæjarstjórnar verður haldinn 5. desember í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 17:00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér.

Dagskrá

Almenn mál:

  1. Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrár - 2019030031
    Bæjarstjóri leggur fram gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2020 til síðari umræðu. Gjaldskrár eru óbreyttar frá fyrri umræðu.
    Bæjarráð lagði á 1085. fundi bæjarráðs til við bæjarstjórn að gert yrði ráð fyrir 2 m.kr. framlagi til Blábankans og að framlög yrðu tryggð í skapandi sumarstörf og stefnumótun í fjármálum sveitarfélagsins. Þegar hefur verið gert ráð fyrir 85 m.kr. í fráveitu í 4 ára fjárfestingaráætlun en fyrir mistök voru þær tölur ekki í gögnum við fyrri umræðu.
  2. Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031
    Bæjarstjóri leggur fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2020 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 til 2023.
  3. Hafnarstræti 9, Flateyri. Endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110014
    Tillaga 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. nóv. sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Hafnarstræti 9, Flateyri.
  4. Freyjugata 1. Umsókn um lóð við A-stíg - 2019110060
    Tillaga frá 530. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. nóv. sl., um að Nostalgía ehf., fái lóð við A-götu 1 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  5. Austurvegur 13. Endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110017
    Tillaga 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. nóv. sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Austurvegi 13, Ísafirði.
  6. Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
    Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til við bæjarstjórn að gera eftirfarandi breytingar í bæjarráði:
    Hafdís Gunnarsdóttir verði varamaður í bæjarráði og Daníel Jakobsson taki hennar stað og verði formaður bæjarráðs.

    Fundargerðir til kynningar

  7. Bæjarráð - 1084 - 1911017F
    Fundargerð 1084. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. nóvember sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
  8. Bæjarráð - 1085 - 1911025F
    Fundargerð 1085. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. desember sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
  9. Íþrótta- og tómstundanefnd - 201 - 1911012F
    Fundargerð 201. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 20. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
  10. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 530 - 1911018F
    Fundargerð 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. nóvember sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
  11. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 91 - 1911021F
    Fundargerð 91. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.