435. fundur bæjarstjórnar

435. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 11. apríl 2019 og hefst kl. 17:00

 Dagskrá:

Almenn mál

1.

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2018 -   2019010013

 

Staðgengill bæjarstjóra leggur fram   ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnan ao gfyrirtækja fyrir starfsárið 2018 til   fyrri umræðu.

     

2.

Hlíðarvegur 42 - Endurnýjun   lóðaleigusamnings - 2019020055

 

Tillaga 517. fundar skipulags- og   mannvirkjanefndar frá 27. mars sl., um að samþykkja að gerður verður nýr   lóðaleigusamningur vegna fasteignar að Hlíðarvegi 42, Ísafirði.

     

3.

Djúpvegur, Kofrahús - Endurnýjun   lóðaleigusamnings - 2019020018

 

Tillaga 517. fundar skipulags- og   mannvirkjanefndar frá 27. mars sl., um að samþykkja að gerður verður nýr   lóðaleigusamningur vegna fasteignar við Djúpveg, svonefnt Kofrahús.

     

4.

Aðalgata 18, endurnýjun   lóðarleigusamnings - 2018110015

 

Tillaga 517. fundar skipulags- og   mannvirkjanefdnar frá 27. mars sl., um að samþykkja að gerður verður nýr   lóðaleigusamningar vegna fasteignar að Aðalgötu 18, Suðreyri.

     

5.

Dagverðardalur 17 - Umsókn um   lóðaleigusamning - 2019010023

 

Tillaga 517. fundar skipulags- og   mannvirkjanefdnar frá 27. mars sl., um að heimila útgáfu lóðaleigusamnings   vegna fyrirhugaðrar sölu á byggingarrétti við Dagverðardal 17.

     

6.

Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags-   og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar - 2019030079

 

Tillaga 1055. fundar bæjarráðs frá 25.   mars sl. um að gerður verði samningur við verktaka um verkefnið   "stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar   Ísafjarðarbæjar". Enn fremur leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að   samþykkja viðauka 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019 til að mæta   kostnaði við verkefnið.

     

7.

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 -   2018100024

 

Tillaga 1055. fundar bæjarráðs frá 25.   mars sl., um að gerðar verði breytingar á b lið 1. mgr. 1. gr. reglugerðar   nr. 685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu   2018/2019, er varða sérreglur fyrir Hnífsdal.

     

8.

Hafrún ÍS-54 - forkaupsréttur -   2019030086

 

Tillaga 1055. fundar bæjarráðs frá 25.   mars sl., um að fallið verði frá forkaupsrétti að fiskiskipinu Hafrún ÍS-54.

     

Fundargerðir   til staðfestingar

9.

Bæjarráð - 1055 - 1903023F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð   1055. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. mars sl. Fundargerðin er í 15   liðum.

     

10.

Bæjarráð - 1056 - 1903029F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð   1056. fundar bæjarráðs sem haldinn var 1. apríl sl. Fundargerðin er í 13   liðum.

     

11.

Bæjarráð - 1057 - 1904005F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð   1057. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. apríl sl. Fundargerðin er í 12   liðum.

     

12.

Velferðarnefnd - 437 - 1903020F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð   437. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 21. mars sl. Fundargerðin er í 5   liðum.

     

13.

Hafnarstjórn - 203 - 1903022F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð   203. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 21. mars sl. Fundargerðin er í 5   liðum.

     

14.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 81 -   1903019F

 

Lögð er fram fundargerð 81. fundar   umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. mars sl. Fundargerðin er   í 3 liðum.

     

15.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82 -   1904003F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 82.   fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. apríl sl.   Fundargerðin er í 5 liðum.

     

16.

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 517 -   1903016F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð   517. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. mars sl.   Fundargerðin er í 11 liðum.

     

17.

Starfshópur um skipulag útivistarsvæða   í Tungudal og Seljalandsdal - 1 - 1903025F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 1.   fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal sem   haldinn var 20. mars sl. Fundargerðin er í 4 liðum.