413. fundur bæjarstjórnar

413. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 15. febrúar 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Almenn mál

1.  

Sindragata 7 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2017080053

 

Tillaga 493. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. febrúar sl., um að heimila 3X-Technology að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir reit Sindragötu 5 og 7.

 

   

2.  

Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

 

Tillaga 493. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar að umsögn um allt að 700 tonna eldi Hábrúnar, á þorski og regnbogasilungi í Skutulsfirði.

Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi: Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Hábrúnar. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsla á 700 tonnum á vegum Hábrúnar, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Líta verður á að umskipti úr þorskeldi yfir í regnbogasilung hafi mildari áhrif á botndýralíf m.t.t. minni mengunar. Fóðurnotkun minnkar úr 1600 tonnum í 840 tonn, í sama hlutfalli minnka önnur efni s.s. nitur, fosfór og kolefni. Fóðurstuðull regnbogasilungs er 1.2 kg. fyrir hvert kg af fiski í eldi, fyrir þorsk er fóðurstuðull 4 kg af fóðri fyrir hvert kg af fiski, þannig að hlutfallstölur varðandi magn úrgangsefna og næringarefna sem berast frá eldi lækka töluvert. Miðað við uppgefnar forsendur er ekki talið að framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Niðurstaða nefndarinnar byggist á viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka, með tilliti til stærðar og umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar ásamt samlegðaráhrifum með öðrum framkvæmdum í Skutulsfirði. Nefndin gerir ekki athugasemdir, þar sem aukning er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar.

 

   

3.  

Brekkugata 5 -umsókn um stækkun á lóð - 2017120006

 

Tillaga 493. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. febrúar sl., um að heimila stækkun lóðarinnar Brekkugötu 5 á Þingeyri.

 

   

4.  

Skólamál á Flateyri - 2016110039

 

Tillaga 1005. fundar bæjarráðs frá 12. febrúar sl., um að samþykkja ósk starfshóps um framtíðarskipan skólamála á Flateyri, um að fá að starfa til 30. júní nk.

 

   

5.  

Upplýsingaskilti við innakstur þorpa Ísafjarðarbæjar - 2018020049

 

Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista til 413. fundar bæjarstjórnar:

"Bæjarstjórn samþykkir að stefna að uppsetningu skilta við innakstur í þorp Ísafjarðarbæjar þar sem fram komi hið gamla skjaldamerki viðkomandi þorps, nafn þorpsins og nafn sveitarfélagins Ísafjarðarbæjar. Kallað verði eftir umsögn hverfisráða um tillöguna og hugmyndum þeirra um framsetningu."

 

   

6.  

Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum - 2018020033

 

Á 1005. fundi bæjarráðs, 12. febrúar sl., var formanni bæjarráðs falið að gera tillögu til bæjarstjórnar að ákvæði um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Tillaga formanns bæjarráðs:
"Ísafjarðarbær áskilur sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur og viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara/umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Félögin skulu tilgreina trúnaðarmann í viðbragðsáætlun. Einnig skulu þeir sem Ísafjarðarbær styrkir hafa jafnréttisáætlun og skýra aðgerðaráætlun sem unnið er eftir. Ísafjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt.
Sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur."

 

   

7.  

Keðjuábyrgð verkkaupa og aðalverktaka. - 2018020015

 

Á 1005. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 5. febrúar 2018, þar sem lagt var til að Ísafjarðarbær setti ákvæði um keðjuábyrgð aðalverktaka í alla innlenda verk-, vörukaupa- og þjónustusamninga.
Einnig var lagt fram minnisblað Juris slf., lögfræðistofu, dagsett 9. febrúar sl. með lögfræðiáliti um heimild Ísafjarðarbæjar til að fara fram á keðjuábyrgð.

Bókun bæjarráðs var eftirfarandi:
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að gera tillögu að ákvæði um keðjuábyrgð sem sett skal í alla innlenda samninga Ísafjarðarbæjar þ.e. verk-, vörukaupa- og þjónustusamninga.

Lögð er fram tillaga Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, að ákvæði um keðjuábyrgð í samningum Ísafjarðarbæjar í samræmi við ofangreinda bókun.

 

   

8.  

Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098

 

Lögð fyrir á ný tillaga 1001. fundar bæjarráðs frá 15. janúar sl., um að samþykkja samkomulag um uppgjör við Brú, lífeyrissjóð.

Á 411. fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar sl., var samþykkt að fresta ákvörðun þar til ítarlegri upplýsingar hefðu borist um útreikning á hlut Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 13. febrúar sl., með útskýringum, ásamt útreikningi.

 

   

9.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

 

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 2. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1005. fundi sínum 12. febrúar sl., og vísaði til velferðarnefndar, sem ekki hefur gefið umsögn um frumvarpið.

 

   

10.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

 

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál. Umsagnarfrestur er til 14. febrúar nk.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar tillögunni til umsagnar í velferðarnefnd.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 1004. fundi sínum 5. febrúar sl., og vísaði til velferðarnefndar, sem ekki hefur gefið umsögn um frumvarpið.

 

   

Fundargerðir til kynningar

11.  

Bæjarráð - 1004 - 1802001F

 

Fundargerð 1004. fundar bæjarráðs sem haldinn var 5. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.

 

   

12.  

Bæjarráð - 1005 - 1802008F

 

Fundargerð 1005. fundar bæjarráðs sem haldinn var 12. febrúar sl. Fundargerðin er í 14 liðum.

 

   

13.  

Fræðslunefnd - 388 - 1801022F

 

Fundargerð 388. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. febrúar sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

 

   

14.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 493 - 1801025F

 

Fundargerð 493. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. febrúar sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

15.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60 - 1801023F

 

Fundargerð 60. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 6. febrúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

   

16.  

Öldungaráð - 8 - 1802005F

 

Fundargerð 8. fundar öldungaráðs sem haldinn var 7. febrúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

Ísafjarðarbær, 14. febrúar 2018

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.