112 dagurinn: Opið hús í slökkvistöðinni á Ísafirði

Þriðjudaginn 11. febrúar verður haldið upp á 112 daginn um land allt. Af því tilefni verður opið hús í slökkvistöðinni á Ísafirði milli klukkan 13 og 15 þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér starfsemi og búnað viðbragðsaðila.