Upplýsingar vegna COVID-19

Nýjustu upplýsingarnar um COVID-19 má finna á covid.is og á vef embættis landlæknis.
Information about COVID-19 in Icelandic, Arabic, English, Spanish, Farsi, Kurdish, Polish and Sorani

Allar stofnanir Ísafjarðarbæjar fylgja leiðbeiningum stjórnvalda um hvernig bregðast skuli við COVID-19 faraldrinum og hafa gripið til ráðstafana í samræmi við þær. Mælst er til þess að fólk sem sækir þjónustu til sveitarfélagsins nýti sér rafrænar lausnir og síma eins og kostur er.

Bæjarbúar eru hvattir til þess að gæta að persónulegum sóttvörnum og sýna starfsfólki í framlínustörfum tillitssemi á þessum krefjandi tímum.

Á þessari síðu má finna helstu upplýsingar um þessar ráðstafanir, auk upplýsinga frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Síðan verður uppfærð eftir þörfum.

 


Gildandi takmarkanir frá og með 15. september 2021

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 15. september og gildir til og með 6. október 2021.

Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar. Einnig tekur reglugerðin ekki til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og annarra sambærilegra stofnana, en þær skulu setja sérreglur um sóttvarnir.

Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk eiga ekki við um börn sem fædd eru 2016 eða síðar.

Um skólastarf gilda sérstakar reglur og eru þær útlistaðar á vef Stjórnarráðsins.

Fjöldatakmörkun

  • Almennar fjöldatakmarkanir eru 500 manns. Börn fædd 2006 og síðar eru nú undanþegin fjöldatakmörkunum og telja því ekki í hámarksfjölda.
  • Hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum eru 1.500 manns.
  • Nálægðartakmörkun verður almennt óbreytt 1 metri nema á sitjandi viðburðum og á skólaskemmtunum.
  • Grímuskylda verður að mestu óbreytt, þ.e. hafa þarf grímu innandyra þegar ekki er unnt að viðhafa 1 metra fjarlægð.
  • Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs eða þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.

Nálægðarmörk

Á öllum vinnustöðum og í annarri starfsemi þarf að tryggja eins meters nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Sjá nánar á covid.is.

Ráðstafanir Ísafjarðarbæjar

Skóla- og tómstundasvið

Frekari upplýsingar er að finna á vef hvers skóla.

Grunnskólinn á Ísafirði

Grunnskólinn á Suðureyri

Grunnskólinn á Þingeyri

Grunnskóli Önundarfjarðar

Leikskólinn Eyrarskjól

Leikskólinn Grænigarður

Leikskólinn Laufás

Leikskólinn Sólborg/Tangi

Leikskólinn Tjarnarbær

Velferðarsvið 

Minnt er á stuðningsþjónustu við eldri borgara. Þeir sem hafa þörf á aðstoð við matarinnkaup eru beðnir um að hafa samband við velferðarsvið í síma 450 8000.

Sundlaugar, skíðasvæði, íþróttahús og safnahús

Sundlaugar og baðstaðir: Heimilt er að hafa opið fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.

Heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að hafa opið fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi en þó ekki fleiri en 500 í rými. Búnað skal sótthreinsa milli notenda og allir notendur skráðir. Mælt er með notkun andlitsgríma í sameiginlegum rýmum. Tryggja skal loftræstingu og góðan aðgang sótthreinsiefnum fyrir hendur og tæki.

Íþróttir inni og úti, jafnt barna sem fullorðinna, eru heimilar. Hámarksfjöldi í hverju hólfi eru 500 manns. Gætt skal að sóttvörnum og sameiginleg áhöld sótthreinsuð eftir notkun og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað út reglulega.

Íþróttakeppnir barna og fullorðinna eru heimilar og leyfilegt að taka á móti allt að 500 sitjandi gestum.

Safnahús: Bókasafnið er opið en tryggja þarf eins meters nálægðarmörk milli einstaklinga í sama rými og viðeigandi hámarksfjölda. Minnt er á að hægt er að framlengja lán á leitir.is, senda tölvupóst á bokalan@isafjordur.is eða fá aðstoð í síma 450-8220.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 og fá þar nánari upplýsingar um hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að koma ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Einkenni sýkingarinnar líkjast helst flensu; hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta.

Fylgjast má með fréttum á vef heilbrigðisstofnunarinnar.

Aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar

Samþykkt hefur verið aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar sem ætlað er að mæti annars vegar þjónustuþegum í skólum og leikskólum og hins vegar atvinnufyrirtækjum sem lenda í greiðsluvanda. Er þetta fyrsta útgáfa aðgerðaráætlunar og mun hún taka breytingum eftir því hver áhrif faraldursins verða og hve lengi hann varir.

Aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar vegna COVID 19 – fyrsta útgáfa

Viðbragðsáætlun

Gefin hefur verið út viðbragðsáætlun Ísafjarðarbæjar við heimsfaraldri af völdum inflúensa, þar á meðal COVID-19.
1. útgáfa - 12. mars 2020
2. útgáfa - 1. apríl 2020 (uppfærðar upplýsingar í 3., 4. og 6. kafla).

Bakvarðasveit

Ísafjarðarbær óskar eftir því að þeir sem hafa tök á að taka að sér störf þar sem sinnt er þjónustu við aldraða, börn og fatlaða, skrái sig í bakvarðasveit í velferðarþjónustu.

Nánari upplýsingar

Stöðufundur 20. apríl

20. apríl var haldinn stöðufundur um COVID-19 í Ísafjarðarbæ. Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Fréttir

Allar fréttir og tilkynningar frá Ísafjarðarbæ vegna COVID-19 má finna hér fyrir neðan.

Gagnlegir tenglar:

COVID-19 og persónuvernd
COVID-19 á auðlesnu máli
Dragðu úr sýkingarhættu (veggspjald)
Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta
Upplýsingasíða Sambands íslenskra sveitarfélaga