Upplýsingar vegna COVID-19

Nýjustu upplýsingarnar um COVID-19 má finna á covid.is og á vef embættis landlæknis.
Information about COVID-19 in Icelandic, Arabic, English, Spanish, Farsi, Kurdish, Polish and Sorani

Allar stofnanir Ísafjarðarbæjar fylgja leiðbeiningum stjórnvalda um hvernig bregðast skuli við COVID-19 faraldrinum og hafa gripið til ráðstafana í samræmi við þær. Á þessari síðu má finna helstu upplýsingar um þessar ráðstafanir, auk upplýsinga frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Síðan verður uppfærð eftir þörfum.

 


Gildandi takmarkanir frá 15. júní

Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 15. júní 2020 (kl.00.00) og gildir til 5. júlí 2020 (kl. 23.59). Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.

Áfram verða gerðar sömu kröfur og áður um sótthreinsun og þrif almenningsrýma.

Eftirfarandi starfsemi er heimil:

  • Líkamsræktarstöðvum er heimilt er heimilt að hafa leyfilegan hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Sjá leiðbeiningar.
  • Veitingastaðir, skemmtistaðir, krár og spilasalir: Heimilt er að hafa opið til kl. 23.00. Spilakassa má nota ef sótthreinsað er milli notenda og tveggja metra reglu milli einstaklinga er fylgt eins og kostur er. Sjá leiðbeiningar.
  • Heilbrigðisþjónusta, svo sem læknisskoðun, tannlæknaþjónusta og sjúkraþjálfun. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir sjúkraþjálfun og sambærilega starfsemi.
  • Sund- og baðstöðum er heimilt að hafa opið án fjöldatakmarkana. Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með gestafjölda. Taka skal tillit til tveggja metra nálægðartakmarka. Sjá leiðbeiningar.
  • Hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur, söfn og önnur sambærileg starfsemi. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir hárgreiðslustofur, nuddstofur, augnmælingar og sambærilega starfsemi sem krefst nálægðar viðviðskiptavini.

Sjá nánar á covid.is.

Aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar

Samþykkt hefur verið aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar sem ætlað er að mæti annars vegar þjónustuþegum í skólum og leikskólum og hins vegar atvinnufyrirtækjum sem lenda í greiðsluvanda. Er þetta fyrsta útgáfa aðgerðaráætlunar og mun hún taka breytingum eftir því hver áhrif faraldursins verða og hve lengi hann varir.

Aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar vegna COVID 19 – fyrsta útgáfa

Viðbragðsáætlun

Gefin hefur verið út viðbragðsáætlun Ísafjarðarbæjar við heimsfaraldri af völdum inflúensa, þar á meðal COVID-19.
1. útgáfa - 12. mars 2020
2. útgáfa - 1. apríl 2020 (uppfærðar upplýsingar í 3., 4. og 6. kafla). 

Bakvarðasveit

Ísafjarðarbær óskar eftir því að þeir sem hafa tök á að taka að sér störf þar sem sinnt er þjónustu við aldraða, börn og fatlaða, skrái sig í bakvarðasveit í velferðarþjónustu.

Nánari upplýsingar

Stöðufundur 20. apríl

20. apríl var haldinn stöðufundur um COVID-19 í Ísafjarðarbæ. Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Ráðstafanir Ísafjarðarbæjar

Skóla- og tómstundasvið

Skólar:

Upplýsingar um viðbúnað og aðgerðir má finna á vef hvers skóla. Athugið að ráðstafanir geta breyst snögglega og dag frá degi. Þann 11. maí hefst skólahald aftur með eðlilegum hætti í öllum skólum í sveitarfélaginu.

Grunnskólinn á Ísafirði

Grunnskólinn á Suðureyri

Grunnskólinn á Þingeyri

Grunnskóli Önundarfjarðar

Leikskólinn Eyrarskjól

Leikskólinn Grænigarður

Leikskólinn Laufás

Leikskólinn Sólborg/Tangi

Leikskólinn Tjarnarbær

Árskort í sundlaugar og líkamsræktaraðstöðu íþróttahúsa verða framlengd um þann tíma sem lokunin stendur yfir.

Frá og með 15. júní verða engar fjöldatakmarkanir í sundlaugar.

Velferðarsvið 

Þar sem velferðarsvið Ísafjarðarbæjar fer með þjónustu við fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða er með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið ákveðið að draga úr mögulegri smithættu með því að takmarka þjónustu við viðkvæma hópa.

  • Félagsstarf eldri borgara á Ísafirði, Suðureyri og Flateyri verður lokað frá og með 26. mars.
  • Takmarkanir eru á starfi dagdeilda aldraðra á Ísafirði sem kynntar hafa verið notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra.
  • Takmarkanir eru á starfi í hæfingarstöðinni Hvestu á Ísafirði sem kynntar hafa verið notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra.

Minnt er á stuðningsþjónustu við eldri borgara. Þeir sem hafa þörf á aðstoð við matarinnkaup eru beðnir um að hafa samband við Hafdísi Gunnarsdóttur í síma 450 8000 eða á netfangið hafdisgu@isafjordur.is.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 og fá þar nánari upplýsingar um hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að koma ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Einkenni sýkingarinnar líkjast helst flensu; hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta.

Fylgjast má með fréttum á vef heilbrigðisstofnunarinnar.

Fréttir

Allar fréttir og tilkynningar frá Ísafjarðarbæ vegna COVID-19 má finna hér fyrir neðan.

Gagnlegir tenglar:

COVID-19 og persónuvernd
COVID-19 á auðlesnu máli
Dragðu úr sýkingarhættu (veggspjald)
Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta
Upplýsingasíða Sambands íslenskra sveitarfélaga

Var efnið á síðunni hjálplegt?