Upplýsingar vegna COVID-19

Nýjustu upplýsingarnar um COVID-19 má finna á covid.is og á vef embættis landlæknis.
Information about COVID-19 in Icelandic, Arabic, English, Spanish, Farsi, Kurdish, Polish and Sorani

Allar stofnanir Ísafjarðarbæjar fylgja leiðbeiningum stjórnvalda um hvernig bregðast skuli við COVID-19 faraldrinum og hafa gripið til ráðstafana í samræmi við þær. Mælst er til þess að fólk sem sækir þjónustu til sveitarfélagsins nýti sér rafrænar lausnir og síma eins og kostur er. Á þessari síðu má finna helstu upplýsingar um þessar ráðstafanir, auk upplýsinga frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Síðan verður uppfærð eftir þörfum.

 


Gildandi takmarkanir frá og með 10. desember

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 13. janúar 2021 og gildir til og með 17. febrúar 2021.

Sérstök reglugerð er fyrir skólastarf og gildir sú reglugerð frá 1. janúar til 28. febrúar 2021.

Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar. Einnig tekur reglugerðin ekki til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og annarra sambærilegra stofnana, en þær skulu setja sérreglur um sóttvarnir.

Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk eiga ekki við um börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Sérstakar reglur gilda í skólastarfi.

Sjá nánar á covid.is.

Á covid.is má einnig finna leiðbeiningar um það sem hafa þarf í huga yfir hátíðarnar vegna COVID-19 

Ráðstafanir Ísafjarðarbæjar

Skóla- og tómstundasvið

Sérstök reglugerð er fyrir skólastarf og gildir sú reglugerð frá 1. janúar til 28. febrúar 2021.

Takmarkanir á skólastarfi er að finna á vef hvers skóla.

Grunnskólinn á Ísafirði

Grunnskólinn á Suðureyri

Grunnskólinn á Þingeyri

Grunnskóli Önundarfjarðar

Leikskólinn Eyrarskjól

Leikskólinn Grænigarður

Leikskólinn Laufás

Leikskólinn Sólborg/Tangi

Leikskólinn Tjarnarbær

Velferðarsvið 

Þar sem velferðarsvið Ísafjarðarbæjar fer með þjónustu við fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða er með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið ákveðið að draga úr mögulegri smithættu með því að takmarka þjónustu við viðkvæma hópa.

 • Skrifstofa velferðarsviðs er læst en veitt er símtalsþjónusta og eftir atvikum einstaklingsviðtöl á skrifstofu samkvæmt samkomulagi. Gætt verður að smitvörnum.
 • Heimaþjónusta: Heimaþjónusta er í lágmarki og einungis veitt þar sem brýna nauðsyn ber til. Starfsfólk er með maska og hanska og fer ekki inn á heimili þar sem einstaklingar eru í sóttkví.
 • Þjónusta við fatlað fólk: Þjónustan hefur verið endurskipulögð á grundvelli neyðarstigs. Skammtímavistun og Hvesta eru opnar en þjónustan er hólfaskipt, þ.e. að sem fæstir starfsmenn umgangist hvern þjónustuþega.
 • Ferðaþjónusta aldraðra og fatlaðra: Þjónustan er veitt en gætt er sérstaklega að smitvörnum.
 • Yfirlit yfir öldrunarþjónustu:
  • Mötuneyti Hlíf: Hádegismatur afhentur í bökkum í íbúðir. Heimsending um bæinn: Skipulag óbreytt.
  • Félagsstarf á Ísafirði: Takmarkað. Göngutúrar halda áfram, söngstund fellur niður. Dagdeild Ísafirði er opin áfram en skipulagið skoðað betur mánudaginn 2. nóv.
  • Dagdeild á Suðureyri: Starfsemin opin. Mæting undir 9 manns.
  • Félagsstarf Flateyri: Starfið opið. Mæting undir 9 manns.
  • Félagsstarf á Þingeyri: Lokað mánudaginn 2. nóv. Í næstu viku verður unnið að frekari lausnum í starfinu.
  • Stuðningsþjónusta: Óbreytt.

Minnt er á stuðningsþjónustu við eldri borgara. Þeir sem hafa þörf á aðstoð við matarinnkaup eru beðnir um að hafa samband við Hafdísi Gunnarsdóttur í síma 450 8000 eða á netfangið hafdisgu@isafjordur.is.

Sundlaugar, skíðasvæði, íþróttahús og safnahús

Sundlaugar sveitarfélagsins eru opnar og heimilt er að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.

Skíðasvæðum verður heimilt að hafa opið með takmörkunum frá 13. janúar, samkvæmt reglu 4 í útgefnum reglum skíðasvæðanna í landinu. Í skíðalyftum skal tryggt að þeir sem eru einir á ferð þurfi ekki að deila lyftustól með öðrum, halda skal tveggja metra nálægðarmörk og sömu reglur gilda um grímunotkun og annars staðar.

Íþróttahús: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar frá 13. janúar, með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými.

Í Safnahúsi takmarkast fjöldi við 20 manns. Bókasafnið er opið og opnunartími helst óbreyttur. Þjónustan verður aðallega varðandi útlán og skil. Ekki er reiknað með að fólk dvelji á safninu. Hægt er að framlengja lán á leitir.is, senda tölvupóst á bokalan@isafjordur.is eða fá aðstoð í síma 450-8220. Öllu viðburðahaldi er frestað eins og stendur.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 og fá þar nánari upplýsingar um hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að koma ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Einkenni sýkingarinnar líkjast helst flensu; hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta.

Fylgjast má með fréttum á vef heilbrigðisstofnunarinnar.

Aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar

Samþykkt hefur verið aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar sem ætlað er að mæti annars vegar þjónustuþegum í skólum og leikskólum og hins vegar atvinnufyrirtækjum sem lenda í greiðsluvanda. Er þetta fyrsta útgáfa aðgerðaráætlunar og mun hún taka breytingum eftir því hver áhrif faraldursins verða og hve lengi hann varir.

Aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar vegna COVID 19 – fyrsta útgáfa

Viðbragðsáætlun

Gefin hefur verið út viðbragðsáætlun Ísafjarðarbæjar við heimsfaraldri af völdum inflúensa, þar á meðal COVID-19.
1. útgáfa - 12. mars 2020
2. útgáfa - 1. apríl 2020 (uppfærðar upplýsingar í 3., 4. og 6. kafla).

Bakvarðasveit

Ísafjarðarbær óskar eftir því að þeir sem hafa tök á að taka að sér störf þar sem sinnt er þjónustu við aldraða, börn og fatlaða, skrái sig í bakvarðasveit í velferðarþjónustu.

Nánari upplýsingar

Stöðufundur 20. apríl

20. apríl var haldinn stöðufundur um COVID-19 í Ísafjarðarbæ. Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Fréttir

Allar fréttir og tilkynningar frá Ísafjarðarbæ vegna COVID-19 má finna hér fyrir neðan.

Gagnlegir tenglar:

COVID-19 og persónuvernd
COVID-19 á auðlesnu máli
Dragðu úr sýkingarhættu (veggspjald)
Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta
Upplýsingasíða Sambands íslenskra sveitarfélaga

Var efnið á síðunni hjálplegt?