Grunnskóli og íþróttahús á Suðureyri - Viðhaldsframkvæmdir

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í viðhaldsframkvæmdir við húsnæði grunnskólans og íþróttahúsið á Suðureyri.

Helstu verkþættir eru eftirfarandi:

Endurnýjun á þaki grunnskólans, annars vegar sperruþaki á eldri hluta skólans, þar sem meðal annars skal hækka sperrur, endurnýja einangrun, borðaklæðningu, þakpappa og loftaklæðningu  að innan.   Hins vegar uppstólað þak á steyptri plötu yngri hluta skólans, þar sem hækka skal sperrur, endurnýja einangrun, borðaklæðningu og þakpappa.

Endurnýjun á loftaklæðningu í kennslustofu á neðri hæð skólahússins.

Lagfæringar á þaki íþróttahússins

Lagfæringar á útvegg íþróttahússins, við austur horn þess.

Önnur minniháttar viðhaldsverkefni.

 

Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi:

  • Sperruþak                                           205 m2
  • Uppstólað það                                    229 m2
  • Loftaklæðning í skólastofu               62 m2

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tækniþjónustu Vestfjarða, Aðalstræti 26, Ísafirði        frá og með föstudeginum 17. maí næstkomandi.   Hægt er að panta gögnin á netfangi  samuel@tvest.is   

Tilboðum skal skila á sama stað föstudaginn 24. maí n.k., kl. 14:00, þar sem þau verða opnuð.

Verklýsing
Magnskrá
Útboðslýsing
Þak