Starfsmannafréttir

Þetta er starfsmannavefur Ísafjarðarbæjar. Umsjón með honum hefur Baldur Ingi Jónasson mannauðsstjóri.

Fræðslunámskeið fyrir nýja og reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ, 9. október næstkomandi

Á næstunni er fyrirhugað fræðslunámskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Er námskeiðið nú með örlítið frábrugðnu sniði, þar sem nýliðar og reynsluboltar koma saman, fá innsýn í reynslu hvors annars og fá fræðslu um ýmsa þætti í starfsemi Ísafjarðarbæjar, s.s. hlutverk starfsmanna og skyldur, skipurit, starfsmannastefnuna, samskipti á vinnustað, Vinnustund o.fl.

Skoða Fræðslunámskeið fyrir nýja og reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ, 9. október næstkomandi nánar

Árshátíð 2020 frestað

Kæra samstarfsfólk,

Árshátíð starfsfólks Ísafjarðarbæjar sem áætlað var að halda 28. mars 2020 hefur verið frestað.

Þar sem lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 er ekki talið áhættunnar virði að stefna saman svo mörgum einstaklingum sem m.a. vinna með og sinna fólki sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum. Starfsfólk Ísafjarðarbæjar vinnur einnig við að sinna lykilinnviðum og þjónustu í samfélaginu sem þarf að vera órofin á öllum stigum almannavarnaástands. Árshátíðinni hefur því verið frestað um óákveðinn tíma.

Með bestu kveðju,  Baldur

Siðareglur starfsmanna Ísafjarðarbæjar

Ágæta samstarfsfólk.

Nú hafa siðareglur fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar verið samþykktar. Reglurnar má nálgast á vef Ísafjarðarbæjar undir „Fyrir starfsmenn“ – „Reglur fyrir starfsmenn“ á eftirfarandi slóð:   https://www.isafjordur.is/static/files/Starfsmannavefur/Reglur/Annad/sidareglur_starfsmanna_isafjardarbaejar.pdf

Skoða Siðareglur starfsmanna Ísafjarðarbæjar nánar

Starfsdagur starfsmanna Ísafjarðarbæjar 24. október 2019

Við minnum á starfsdag Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 24. október 2019, sem fram fer í íþróttahúsinu á Torfnesi milli kl. 12.30 og 16.00.

Að þessu sinni samanstendur starfsdagurinn af stuttum og lifandi fyrirlestrum og verkefnavinnu, með þann megintilgang að stuðla að því að starfsmenn nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu. Gyða Kristjánsdóttir frá Hagvangi mun stýra deginum. 

Við undirstrikum mikilvægi þess að allir starfsmenn Ísafjarðarbæjar mæti, en hér gefst einstakt tækifæri til að hitta annað samstarfsfólk innan bæjarins, deila reynslu og eiga ánægjuríkan dag saman.

Sjáumst hress J

Bæjarstjóri, sviðsstjórar, forstöðumenn og mannauðsstjóri

Við þjónum með gleði til gagns

Námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn Ísafjarðarbæjar - Fimmtudaginn 3. október 2019

Á næstunni er fyrirhugað námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 3. október 2019 í fundarsal á 4. hæð stjórnsýsluhússins.  Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti annað hvort kl. 08.30 eða kl. 13.30. Námskeiðið stendur yfir í 2,5 klukkustund.

Skoða Námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn Ísafjarðarbæjar - Fimmtudaginn 3. október 2019 nánar

Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2019

Ágæta samstarfsfólk.

Nú líður senn að árshátíð sem fram mun fara í íþróttahúsinu Torfnesi þann 30. mars næstkomandi. Á vinnustöðum ykkar munu í dag eða á næstu dögum verða hengdar upp auglýsingar og skráningarlisti vegna hátíðarinnar og er þess óskað að starfsmenn ljúki skráningu í síðasta lagi fimmtudaginn 21. mars.

Árshátíðarnefndin vonast að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta, enda verður boðið upp á ljómandi fína dagskrá.  Þá er þarna einstakt tækifæri til að hitta annað samstarfsfólk hjá Ísafjarðarbæ, taka spjallið, segja góðar sögur og skemmta sér.

Við sjáumst hress.

 

Skoða Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2019 nánar

Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2019

Árshátíð Ísafjarðarbæjar verður haldin þann 30. mars í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Sem fyrr verður boðið upp á skemmtilega dagskrá og góðan mat.  Því hvetjum við að sjálfsögðu alla starfsmenn til að mæta og skemmta sér fram á rauða nótt. 

Sjáumst hress !

Með bestu kveðju - Nefndin

Íþróttastyrkur 2018

Nú fer hver að verða síðastur til að nýta íþróttastyrkinn fyrir árið 2018.  Allir starfsmenn Ísafjarðarbæjar sem ekki hafa nýtt styrkinn nú þegar, eru hvattir til að skella inn umsókn með kvittun. 

Eins og greint er frá á umsóknareyðublaði, þá geta starfsmenn sem ráðnir eru í 50% starfshlutfall eða meira í að minnsta kosti eitt ár, fengið allt að kr. 15.000,- í árlegan íþróttastyrk.

Skoða Íþróttastyrkur 2018 nánar

Námskeið fyrir nýja starfsmenn Ísafjarðarbæjar - 4. október 2018

Námskeið fyrir nýja starfsmenn verður haldið fimmtudaginn 4. október í fundarsal á 4. hæð stjórnsýsluhússins.  Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti annað hvort milli kl. 08.30 til 11.00 eða milli 13.30 og 16.00.

Nýliðafræðsla

Skoða Námskeið fyrir nýja starfsmenn Ísafjarðarbæjar - 4. október 2018 nánar

Reglur um stuðning við starfsmenn Ísafjarðarbæjar sem stunda fjarnám uppfærðar

Ofangreindar reglur hafa verið uppfærðar en breytingar snúa einkum að því þegar vettvangsnám er hluti af námi. Áhugasamir geta kynnt sér uppfærðar reglur nánar hér.

Námskeið fyrir nýja starfsmenn Ísafjarðarbæjar

Á næstunni er fyrirhugað námskeið fyrir nýja starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 3. maí í fundarsal á 4. hæð stjórnsýsluhússins.  Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti milli kl. 08.30 til 11.00 eða milli 13.30 og 16.00.

Skoða Námskeið fyrir nýja starfsmenn Ísafjarðarbæjar nánar

Málstofa á vegum Hugarafls og Vesturafls

Málstofa fyrir 18 - 30 ára í Suðurgötu 9 og Árnagötu 2-4 þann 11. maí.

Skoða Málstofa á vegum Hugarafls og Vesturafls nánar
Var efnið á síðunni hjálplegt?