Veturnætur

veturnaetur-2023.jpg

Veturnætur 2023

Menningar- og listahátíðin Veturnætur 2023 fer fram dagana 25.-29. október.

Verslanir og veitingastaðir bjóða upp á sérstök tilboð í tilefni Veturnátta:
BLÁR ÍS ÚR VEL — Verslunin Hamraborg
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM YFIRHÖFNUM — Verslunin Jón og Gunna
BLÁIR VETRARDRYKKIR — Hótel Ísafjörður
20% AFSLÁTTUR AF FULLORÐINS ULLARHEILGÖLLUM — Klæðakot

Miðvikudagur 25. október

  • 16:00 Bakarasögur í Safnahúsinu, Eyrartúni
    Guðfinna M. Hreiðarsdóttir fjallar um bakara og brauðgerðarhús á Ísafirði 1870–1910.
  • 17:00 Vetrarljós — Opnun Veturnátta og kynning á ljósainnsetningu áströlsku listakonunnar Ruth McDermott.
    Kynning á Vetrarljósum, ljósainnsetningu og listaverkefni áströlsku listakonunnar Ruth McDermott, sem er uppsett í miðbæ Ísafjarðar. Jafnframt veittar viðurkenningar í ljósasamkeppni nemenda við MÍ og Lýðskólann. Kynningin fer fram á Silfurtorgi.
    Ruth McDermott er listakona búsett í Sydney í Ástralíu og hefur unnið með listrænar ljósinnsetningar í tvo áratugi. Hún er með doktorsgráðu í hönnun og vinnur jöfnum höndum sem listamaður og fræðimaður. Hún hefur mikla trú á áhrifum þess að nota ljós á listrænan hátt til að skapa einstæðar upplifanir í opinberu rými að næturlagi.

    Ruth McDermott dvaldi í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði í október á síðasta ári og fékk þá áhuga á Veturnóttum.

    Hún hefur undirbúið vídeóverk og ljósaskreytingar sem komið verður fyrir í gluggum og víðar um miðbæinn.

  • 18:00 Útiævintýri Tanga — Ratleikur í gegnum Stórurðarlund
    Ratleikur í gegnum Stórurðarlund. Byrjað á vatnsveituveginum fyrir ofan Urðarveg. Útikakó í lundinum.

Fimmtudagur 26. október

  • 17:00 Lúðrasveit TÍ spilar fjörug lög í Neista
  • 17:00 Slökunarjóga á Bókasafninu Ísafirði
  • 20:30 Tónleikar með Skúla mennska og Gosa
    Skúli Mennski og Gosi halda Veturnætur hátíðlegar og boða til tónleika í Turnhúsinu í Neðstakaupstað. Kassavanir tónlistarmenn leika eigin lög í hlýlegu umhverfi.
    Miðaverð: 2500 kr.

Föstudagur 27. október

  • 12:00 Hádegistónleikar Halldórs Smárasonar
    Halldór Smárason heldur hádegistónleika í Hömrum. Tónleikarnir eru hluti af hádegistónleikaröð á 75 ára afmælisári Tónlistarskóla Ísafjarðar.
  • 16:00 DREGIN LÍNA
    Listasafn Ísafjarðar býður gesti velkomna á opnun haustsýningar safnsins DREGIN LÍNA, í sal Listasafns Ísafjarðar á annarri hæð í Safnahúsinu Eyrartúni. Boðið verður upp á léttar veitingar, Sigrún Gyða og Elísabet Anna listamenn sýningarinnar verða á staðnum.
  • 18:00 Listamannaspjall í Edinborgarhúsinu
    Listamannaspjall, upplestur og pop-up sýning á verkum Evu Gräbeldinger og kvikmyndasýning Alexanders Rynéus í Rögnvaldarsal, annarri hæð í Edinborgarhúsinu.
  • 20:00 Karlakórinn Ernir á Dokkunni
    Karlakórinn Ernir heldur opna æfingu á brugghúsinu Dokkunni, Ísafirði.

Laugardagur 28. október

  • 11:00-15:00 Fljótt flýgur fiskisagan — Fiskaföndur í Turnhúsinu
    Föndraðu fisk og leyfðu honum að segja litla sögu. Hvaðan kemur hann? Hvert er hann að fara og hefur hann frá einhverju að segja?
    Föndursmiðjan er hugsuð fyrir yngri kynslóðina í fylgd með forráðamanni.
    Fiskarnir verða svo hengdir upp og sýning á verkunum verður frá 13:30-15:00 og tilvalið að bjóða foreldrum, ömmum og öfum, vinum og vandamönnum á líta á verkin og rýna í hinar ýmsu fiskisögur og ferðir!
  • 13:00-16:00 Samansafn: Listasmiðja fyrir unglingastig grunnskóla hjá Listasafni Ísafjarðar
    Elísabet Anna Kristjánsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir eru listamenn haustsýningar Listasafns Ísafjarðar; DREGIN LÍNA og í tengslum við hana bjóða þær upp á listasmiðju fyrir unglingastig. Í listasmiðjunni leggja listamennirnir áherslu á skapandi hugsun og persónulega tjáningu þar sem nemendur eru hvattir til að gera tilraunir og kynnast nýjum efnivið. Unnið verður með ólíkar aðferðir við myndsköpun og hljóðlist, innblásið af verkum listamannanna á sýningu safnsins.
  • 13:00-17:00 Opið hús í Netagerðinni, skapandi vinnustofum
    Í tilefni Veturnátta langar okkur í Netagerðinni að opna dyrnar og bjóða fólki í heimsókn, sjá hvað er um að vera í húsinu og hvað fólk er að bauka og bardúsa.
  • 14:00 Bókaspjall á Bókasafninu Ísafirði
    Pernilla Rein og Ómar Smári Kristinsson spjalla um bækur
  • 16:00-18:00 Sýningaropnun í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space Aðalstræti 22.
    Skoska listakonan Kirsty Palmer opnar sýninguna FIELDS // VELLIR
  • Veturnátta-kvöld á Logni, Hótel Ísafirði
    Logn á Hótel Ísafirði er með blátt ljós við barinn og bláan kokteil á tilboði alla vikuna. Laugardaginn 28. október verður sérstakur tilboðsmatseðill á Logni og fordrykkur fylgir með.
    Klukkan 21:00-22:00 syngur Elín Sveinsdóttir uppáhalds lögin sín.
  • 19:00 Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása
    Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása. Engar pantanir, bara að mæta og njóta.
    Verð: 6000 kr.
    Staðsetning: Sigurðarbúð
  • 20:00 Farvegur, forlög og hversdagshryllingur — Lokahóf á Hversdagssafninu

Sunnudagur 29. október

  • 13:00-16:00 Samansafn: Listasmiðja fyrir unglingastig grunnskóla hjá Listasafni Ísafjarðar
    Elísabet Anna Kristjánsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir eru listamenn haustsýningar Listasafns Ísafjarðar; DREGIN LÍNA og í tengslum við hana bjóða þær upp á listasmiðju fyrir unglingastig. Í listasmiðjunni leggja listamennirnir áherslu á skapandi hugsun og persónulega tjáningu þar sem nemendur eru hvattir til að gera tilraunir og kynnast nýjum efnivið. Unnið verður með ólíkar aðferðir við myndsköpun og hljóðlist, innblásið af verkum listamannanna á sýningu safnsins.