Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar – Sérhæfður starfsmaður á skíðasvæði
Starfsemi skíðasvæðisins er fjölbreytt þar sem unnið er að því að skapa sem bestar aðstæður til skíðaiðkunar og útivistar, öruggri og ánægjulegri upplifun íbúa og gesta.
Leitað er að kröftugum og jákvæðum starfsmanni með mikla samstarfshæfni, sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í liði ásamt því að vera sjálfstæður í verkefnum þegar þörf krefur.
Um er að ræða 100% starfshlutfall og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni
- Dagleg umhirða og eftirlit á svæðinu
- Undirbúningur fyrir opnun og frágangur við lokun
- Lyftuvarsla, leiðbeinir gestum varðandi umgengni á svæðinu
- Umsjón með skíðaleigu og skíðabúnaði hennar
- Leiðbeinir starfsfólki, s.s. um lyftuvörslu, skíðaleigu og öryggismál
- Snjótroðsla og snjóframleiðsla
- Sinnir öryggismálum og mati á snjóflóðahættu, skyndihjálp, aðstoð og flutningi slasaðra
- Eftirlit með verktökum
- Upplýsingamiðlun á samfélagsmiðlum
- Viðgerðir og viðhald mannvirkja og tækjabúnaðar
Menntunar og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi (s.s. menntun á sviði vélstjórnar, bifvélavirkjunar, stálsmíði, rafvirkjunar eða annað sambærilegt)
- Vinnuvélaréttindi og ökuréttindi
- Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og þjónustulund
- Þekking á verkstjórn og teymisvinnu kostur
- Stundvísi og samviskusemi
- Handlagni
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Haldgóð þekking á skyndihjálp
- Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2024.
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.
Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Ragnar Högni Guðmundsson forstöðumaður í síma 450-8400 / 659-6385 eða á netfangið: ragnarg@isafjordur.is.
Umsóknum skal skilað til Ragnars á fyrrgreint netfang ásamt ferilskrá og afriti af prófskírteinum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
-Við þjónum með gleði til gagns-