Hafnir Ísafjarðarbæjar – Hafnsögumaður/skipstjóri

Hafnir Ísafjarðarbæjar auglýsa laust til umsóknar 100% starf hafnsögumanns/skipstjóra. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2024.

Æskilegt er að umsækjandi getið hafið störf 1. janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.

Hafnir Ísafjarðarbæjar eru fjórar, þ.e. á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri og er öll grunnþjónusta í boði á þessum stöðum. Megin starfsstöð verður á Ísafjarðarhöfn en viðkomandi mun einnig sinna verkefnum á öðrum höfnum bæjarins þegar svo ber undir. Næsti yfirmaður er hafnarstjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hafnsögumaður lóðsar skip til hafna Ísafjarðar
  • Fer með stjórn lóðsbáts Ísafjarðarbæjar og ber almenna ábyrgð í samræmi við skyldur skipstjóra
  • Hefur umsjón með lóðsbát hvað varðar viðhald og umgengni og annast ýmis minniháttar viðhaldsverkefni s.s. málningu, þrif o.fl.
  • Sér um afgreiðslu rafmagns til skipa og annarra þeirra sem þurfa rafmagn á hafnarsvæðinu
  • Les af orkumælum og færir hafnarstjóra þær upplýsingar til reikningagerðar
  • Ber ábyrgð á að afli sé rétt vigtaður og rétt skráður í aflaskráningarkerfið GAFL

Viðkomandi annast að auki ýmis verkefni sem hafnarstjóri felur honum, s.s. viðhald á eignum og mannvirkjum hafnarinnar og aðstoð við festarþjónustu eftir því sem því verður við komið.

Hæfniskröfur:

  • Skipstjórnarréttindi C, 2.stigs skipstjórnarnám
  • STCW réttindi
  • Slysavarnaskóli sjómanna
  • Góð samskiptafærni og jákvætt viðmót
  • Skipulagsfærni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Bílpróf, stærri vinnuvélaréttindi kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg, önnur tungumál kostur
  • Dugnaður, vinnusemi og sveigjanleiki

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hilmar K. Lyngmo, hafnarstjóri í síma 450-8081 eða í gegnum tölvupóst á hofn@isafjordur.is.

Umsóknir skulu sendar til Hilmars á ofangreint netfang. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af viðeigandi réttindum/prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. 

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um störfin. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við þjónum með gleði til gagns

Er hægt að bæta efnið á síðunni?