Grunnskólakennarar – Grunnskólinn á Ísafirði
Grunnskólinn á Ísafirði auglýsir eftir kennurum tímabundin störf til vors í 100% starfshlutfall með möguleika á framlengingu. Annars vegar er um að ræða afleysingu frá 3. janúar 2025, við umsjón og kennslu bóklegra faga í 7. bekk. Hins vegar er um að ræða starf frá 15. janúar 2025 við umsjón og kennslu íslensku, ensku, samfélagsfræði, náttúrufræði og upplýsingatækni í 9. bekk. Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi kennurum sem sýna frumkvæði í starfi.
Skólinn er byggður sem einsetinn skóli með um það bil 390 nemendur og fer öll kennsla fram undir sama þaki, utan íþrótta- og sundkennslu. Undanfarin ár hefur skólinn unnið eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og innleitt kennsluaðferðir leiðsagnarnáms. Skólinn er í góðu og öflugu samstarfi við íþróttahreyfinguna og listaskóla bæjarins en á Ísafirði er fjölbreytt samfélag þar sem hreyfing og menning skipa stóran sess.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast kennslu samkvæmt markmiðum aðalnámskrár og stefnu skólans
- Skipuleggja kennslu sína í samræmi við markmið grunnskólalaga og með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni
- Veita námsráðgjöfum upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda; veitir foreldrum sem gleggstar upplýsingar um skólann og skólastarfið og gengi viðkomandi nemanda
- Fylgjast með námi og þroska nemenda sinna
- Fylgjast með félagslegu gengi nemenda sinna
- Hafa forgöngu um aðgerðir ef eitthvað bregður út af varðandi nám eða annað
Menntunar og hæfniskröfur
- Kennsluréttindi í grunnskóla
- Jákvæðni, lipurð og færni í samskiptum og skipulagsfærni
- Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi
- Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2024. Umsóknum skal skilað til Guðbjargar Höllu Magnadóttur skólastjóra á netfangið gudbjorgma@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Halla í síma 450-8300 eða í gegnum tölvupóst.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-