Flřtilei­ir

Starfsmenn tŠknideildar

 

Sviðsstjóri er Brynjar Þór Jónasson.

Póstfang: brynjarjo@isafjordur.is

Starfssvið: Umsjón með öllum verklegum framkvæmdum á vegum bæjarins. Hann hefur umsjón með hönnun og gerð útboðsgagna vegna framkvæmda fyrir hönd bæjarins. Hann er næsti yfirmaður áhaldahúsa. Starfar með skipulags- og framkvæmdanefnd.

 

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi er Axel R. Överby.
Póstfang: axelov@isafjordur.is

Skipulagsfulltrúi starfar skv. skipulagslögum nr. 123/2010.  Hann hefur umsjón með skipulagsgerð, gefur út framkvæmdaleyfi og hefur eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum. Skipulagsfulltrúi starfar með skipulags- og mannnvirkjanefnd og situr fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt.

Byggingarfulltrúi starfar skv. lögum nr. 160/2010 um mannvirki. Hann fjallar um byggingarleyfisumsóknir, gefur út byggingarleyfi, hefur eftirlit með með mannvirkjagerð, og fer með önnur þau verkefni sem mælt er fyrir um í  lögum um mannvirki og ákvæðum í þeim reglugerðum sem settar eru á grundvelli laganna.Umhverfisfulltrúi er Ralf Trylla.
Póstfang: ralf@isafjordur.is
Starfssvið: Ber ábyrgð á því að útlit bæjarins sé snyrtilegt og bæjarfélaginu til sóma. Þarf að hafa forystu um bætta umgengni og endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og halda uppi fræðslu og áróðri í því skyni. Mun aðstoða sviðstjóra við umhverfisskipulagningu, umhverfisframkvæmdir og tilheyrandi áætlanagerð.

 

Starfsmaður Fasteigna Ísafjarðarbæjar er Marzellíus Sveinbjörnsson.

Póstfang: fastis@isafjordur.is

Vefumsjˇn