Flřtilei­ir
f÷studagurinn 1. febr˙ará2013 - 13:30 | FrŠ­sla

Sta­bundin ■ekking ß heg­un fisktegunda ß Vestfj÷r­um

Föstudaginn 1. febrúar kynnir Clasina Jansen, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun, lokaritgerð sína um staðbundna þekkingu á hegðun fisktegunda á Vestfjörðum. Ritgerðin ber titilinn Local knowledge and perceptions of change in spatial and abundance trends of fish species in the Westfjords of Iceland between 1992 and 2012. Kynningin fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og hefst kl. 13.30. Athugið að Clasina verður á sjálf á staðnum og því er ekki um að ræða Skype kynningu líkt og er tilfellið í síðustu meistaraprófskynningum. Kynningin er opin öllum áhugasömum.

 

Leiðbeinendur verkefnisins eru þau Jacob Matthew Chetham Kasper, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun og Embla Eir Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Pródómari er Dr. Bradley W. Barr, fastur gestakennari við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun.

 

Í verkefninu fæst Clasina Jansen við þrjár eftirfarandi meginrannsóknarspurningar: 1. Hverjar eru breytingarnar á dreifingu og magni fisktegunda á Vestfjörðum frá sjónarhóli hagsmunaaðila í fiskiðnaðinum. 2.  Hvernig skynja þessir aðilar næmni breytinganna? 3. Hvernig aðlagast fiskiðnaðurinn á svæðinu þessum breytingum? Nánir upplýsingar um verkefnið má nálgast í úrdrætti á ensku hér að neðan.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn